Svíar hrifnir af íslenskri hönnun 15. október 2012 10:50 Linda segir marga Svía hafa áhuga á íslenskri hönnun en erfitt sé að nálgast hana þarlendis. mynd/úr einkasafni "Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira