Meistaralegur mánuður að hefjast BBI skrifar 20. september 2012 14:15 Á myndinni lyfta Þorsteinn, Magnús Berg og félagi þeirra Jökull Sólberg þungum steinum fáklæddir í sólskini. Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar. Meistaramánuður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar.
Meistaramánuður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent