Dómur verður kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivk í dag. Búist er við fjölmenni við dómshúsið í miðborg Ósló en aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstaddir dómsuppkvaðninguna.
Dómarinn mun skera úr um sakhæfi Breiviks. Sama hver niðurstaðan verður mun Breiviks gista um ókomin ár í Ila-fangelsinu en hann hefur verið vistaður þar síðustu misseri.
Samkvæmt skoðanakönnun NRK er meirihluta norðmanna hlynntur því að Breivik verði fundinn sakhæfur.
