Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals mætast í úrslitaleiknum en þessi lið mættust í úrslitum fyrir tveimur árum. Þá réðust úrslitin á sjálfsmarki Stjörnukvenna snemma leiks.
Leikur Stjörnunnar og Vals á morgun hefst klukkan 16 en upphitun á Stöð 2 Sport og Vísi hefst hálftíma fyrr eða 15.30.

