Tónlist

Stríðsáraandi hjá stórsveitinni

Harpa er nýr heimavöllur Stórsveitarinnar sem leikur á sínum fyrstu tónleikum þar næsta föstudagskvöld.
Harpa er nýr heimavöllur Stórsveitarinnar sem leikur á sínum fyrstu tónleikum þar næsta föstudagskvöld.
Fyrstu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu fara fram næsta föstudag klukkan átta í Eldborg. Andi stríðsáranna mun svífa yfir vötnum því tekin verður fyrir fyrir tónlist Stórsveitar Glenns Miller, einnar vinsælustu stórsveitar allra tíma og hún endursköpuð með upprunalegum útsetningum og flytjendum í fremstu röð.

„Fáar aðrar stórsveitir náðu viðlíka lýðhylli og plötusölu á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar og stórsveit Glenns Miller. Segja má að hljómsveitin og lögin sem hún flutti séu besta dæmið um tímann þegar dægurtónlistin og djassinn voru eitt. Ekki þarf að að nefna nema "In the Mood" eða "Moonlight Serenade" til að staðfesta það," segir í fréttatilkynningu.

Sérstakir gestir stórsveitarinnar á þessum tónleikum verða söngvararnir Þór Breiðfjörð, Kristjana Stefánsdóttir, Bjarni Arason, Borgardætur og karlakvartettinn Nútímamenn en þau munu fylla skó Ray Eberle, Tex Beneke, Marion Hutton, Kay Starr, Andrews systra og The Moderners. Stjórnandi verður Sigurður Flosason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×