Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 10:43 Aðstandendur þeirra sem létust komu saman 22. júlí síðastliðinn í Útey til að minnast atburðanna. mynd/ afp. Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira