Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2012 23:15 Bonucci í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á EM í sumar. Nordicphotos/Getty Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira