Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2012 23:15 Bonucci í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á EM í sumar. Nordicphotos/Getty Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman. Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman.
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira