Kvenkyns Ólympíufarar gagnrýndir fyrir vaxtarlag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2012 00:01 Sara Robles fagnar góðri lyftu í keppni í ólympískum lyftingum. Nordicphotos/Getty Holley Mangold, keppandi í ólympískum lyftingum, er þyngsti kvenkeppandinn á Ólympíuleikunum í London. Mangold er 157 kg að þyngd og hefur glímt við gagnrýni um að svo þung kona geti varla talist afrekskona í íþróttum. Mangold, sem keppti í +75 kg flokki í ólympískum lyftingum, er ein fjölmargra kvenkyns ólympíufara sem hafa sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir að vera of þungar. Auk Mangold hafa sundkonurnar Rebecca Adlington og Leisel Jones, leikmenn kvennalandsliðs Brasilíu í knattspyrnu og meira að segja fjölþrautarkonurnar Jessica Ennis og Louise Hazel þurft að hlusta á fullyrðingar þess efnis að þær væru of þungar eða einfaldlega feitar. „Ég tel mig og liðsfélaga minn (Sarah Robles) hafa sýnt að íþróttafólk getur verið af öllum stærðum," segir hin 22 ára gamla Mangold í samtali við Reuters-fréttastofuna. Mangold, sem hafnaði í 10. sæti af 14 keppendum í þyngdarflokki sínum, segist stolt af þyngd sinni. Ólympíuleikar kvennaÓlympíuleikarnir í London hafa verið titlaðir „Leikar kvenna" enda kepptu konur í öllum íþróttagreinum leikanna í fyrsta skipti. Þá var þátttakendum í blakkeppni kvenna í fyrsta skipti gefin kostur á að klæðast öðru en bikiní. Því skýtur nokkuð skökku við að fremstu konur leikanna, jafnvel verðlaunahafar á leikunum, þurfi að hlýða á umræðu um holdarfar sitt. Ástralska sundkonan Leisel Jones, sem unnið hefur til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikum, var gagnrýnd fyrir leikana í London fyrir að virka þrekvaxnari en á leikunum í Peking fyrir fjórum árum. „Ég skammast mín fyrir að ástralskir fjölmiðlar hjóla í Leisel, einn sigursælasta Ólympíufara Ástrala frá upphafi. Styðjið við íþróttafólk en ekki draga úr því þróttinn," skrifaði Melanie Schlanger landi Jones og sundkona. Flýtur um í lauginni eins og flóðhesturVonarstjarna Breta Rebecca Adlington, tvöfaldur Ólympíumeistari í Peking árið 2008 sem vann til tveggja bronsverðlauna í London, sagðist í aðdraganda leikanna ekki ætla að skoða Twitter-ummæli á meðan á leikunum stæði. Ástæðan var sú að svo mörg ummælanna væru særandi athugasemdir um útlit hennar. Á augabragði fann undirritaður eftirfarandi ummæli frá ýmsum Twitter-notendum sem var snarað yfir á íslensku. „Feita Adlington, flýtur um í lauginni eins og flóðhestur" „Hefðir þú ekki verið svona feit hefðir þú unnið." „Í viðtölum minnir Rebecca Adlington mig á feitu ljóshærðu stelpuna sem varð í síðasta sæti í sjónvarpsþættinum Take Me Out" Ummæli sem þessi eru að sjálfsögðu og sem betur fer ekki algeng en gefa mögulega hugmynd um hvers konar gagnrýni og leiðindi Adlington vissi að biðu hennar fylgdist hún með Twitter á meðan á leikunum stæði. "Á að heita að þetta fólk sé að styðja okkur“Meira að segja breska fjölþrautarkonan, Jessica Ennis, fékk sinn skerf af gagnrýni ef marka má orð þjálfara hennar í aðdraganda leikanna. Að sögn Toni Minichiello, þjálfara Ennis, hélt ónafngreindur háttsettur embættismaður innan breska frjálsíþróttasambandsins því fram að Ennis væri feit og hefði „of mikla þyngd að bera" til að ná árangri á leikunum. Ennis átti ekki í vandræðum með að hrista þá gagnrýni af sér. „Það er fyndið að heyra þetta en það skiptir mig engu máli," var haft eftir Ennis í Daily Mail. Ennis gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í sjöþraut á Ólympíuleikunum á laugardag. Liðsfélagi hennar í frjálsíþróttaliði Breta, Louise Hazel, segist einnig hafa fengið sinn skerf af gagnrýni frá aðilum innan frjálsíþróttasambandsins. „Ég hef fengið gagnrýnina frá fyrstu hendi, einnig frá fólki innan frjálsíþróttasambandsins sem á að heita að sé að styðja okkur. Að mínu mati er sum gagnrýnin til háborinnar skammar," sagði Hazel við Guardian. Brasilísku stelpurnar í þyngri kantinumMeira að segja margverðlaunað knattspyrnulið Brasilíu í kvennaflokki fékk að heyra það frá landsliðsþjálfara Kamerún eftir 5-0 sigur þeirra brasilísku í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna. „Brasilía þarf að bæta varnarleik sinn auk þess sem leikmenn liðsins virka í þyngri kantinum í mínum augum. Það gæti reynst þeim vandamál," voru orðin sem hann notaði til að lýsa hinu sigursæla liði Brasilíu í kvennaknattspyrnu. Fjölmargir pistlahöfundar, fréttamenn og íþróttaáhugafólk hafa svarað gagnrýni á borð við þá sem fjallað hefur verið um hér að ofan fullum hálsi. Zoe Smith, sem keppir fyrir hönd Breta í ólympískum lyftingum, hlaut mikið lof fyrir svör sín við sleggjudóma á samskiptasíðum þess efnis að hún liti ýmist út fyrir að vera samkynhneigð eða karlkyns. „Við lyftum ekki í þeim tilgangi að vera kynþokkafullar," sagði hin 18 ára Smith sem setti nýtt breskt met á leikunum í 58 kg flokki í ólympískum lyftingum. „Við, eins og allar konur með snefil af sjálfsvirðingu, viljum að mennirnir okkar hafi nógu mikið sjálfstraust til að finna ekki til minnimáttarkenndar vegna þess að við erum ekki aumar eða veiklulegar," sagði Smith og hefur verið hrósað í breskum fjölmiðlum. Áherslan á að vera mjó frekar en að vera í góðu formiThe Women's Sport and Fitness Foundation, Íþróttasamtök í Bretlandi sem miða að því að fjölga breskum kveníþróttaiðkendum, segja aðeins tólf prósent 14 ára breskra stelpna stunda nægilega mikla líkamsrækt. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sue Tibballs, segir að rannsóknir bendi til að neikvæð ímynd kvenna um líkama sinn séu stöðug hindrun þess að stelpur stundi ekki líkamsrækt. Áherslan er umfram allt á að vera mjó en ekki í formi. „Kveníþróttafólk fær reglulega athugasemdir um útlit sitt sem karlpeningurinn er laus við," er haft eftir Tibballs. Hún telur pressuna á íþróttakonurnar aukast verulega af þessum sökum en þær eigi margar hverjar þegar við vandamál að stríða vegna áherslu á mataræði í leið þeirra á toppinn. Breska fjölþrautarkonan Hollie Avil, sem keppti á leikunum í Peking árið 2008, hætti keppni í afreksíþróttum í maí síðastliðnum heilsu sinnar vegna. Hún hafði þá glímt við ítrekuð átröskunarvandamál sem mátti, að minnsta kosti að hluta, rekja til reglulegra skilaboða frá þjálfara hennar að hún væri of feit. Myndir af íþróttakonunum sem minnst er á í umfjölluninni má sjá fyrir neðan myndina af Söru Robles. Fótbolti Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira
Holley Mangold, keppandi í ólympískum lyftingum, er þyngsti kvenkeppandinn á Ólympíuleikunum í London. Mangold er 157 kg að þyngd og hefur glímt við gagnrýni um að svo þung kona geti varla talist afrekskona í íþróttum. Mangold, sem keppti í +75 kg flokki í ólympískum lyftingum, er ein fjölmargra kvenkyns ólympíufara sem hafa sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir að vera of þungar. Auk Mangold hafa sundkonurnar Rebecca Adlington og Leisel Jones, leikmenn kvennalandsliðs Brasilíu í knattspyrnu og meira að segja fjölþrautarkonurnar Jessica Ennis og Louise Hazel þurft að hlusta á fullyrðingar þess efnis að þær væru of þungar eða einfaldlega feitar. „Ég tel mig og liðsfélaga minn (Sarah Robles) hafa sýnt að íþróttafólk getur verið af öllum stærðum," segir hin 22 ára gamla Mangold í samtali við Reuters-fréttastofuna. Mangold, sem hafnaði í 10. sæti af 14 keppendum í þyngdarflokki sínum, segist stolt af þyngd sinni. Ólympíuleikar kvennaÓlympíuleikarnir í London hafa verið titlaðir „Leikar kvenna" enda kepptu konur í öllum íþróttagreinum leikanna í fyrsta skipti. Þá var þátttakendum í blakkeppni kvenna í fyrsta skipti gefin kostur á að klæðast öðru en bikiní. Því skýtur nokkuð skökku við að fremstu konur leikanna, jafnvel verðlaunahafar á leikunum, þurfi að hlýða á umræðu um holdarfar sitt. Ástralska sundkonan Leisel Jones, sem unnið hefur til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikum, var gagnrýnd fyrir leikana í London fyrir að virka þrekvaxnari en á leikunum í Peking fyrir fjórum árum. „Ég skammast mín fyrir að ástralskir fjölmiðlar hjóla í Leisel, einn sigursælasta Ólympíufara Ástrala frá upphafi. Styðjið við íþróttafólk en ekki draga úr því þróttinn," skrifaði Melanie Schlanger landi Jones og sundkona. Flýtur um í lauginni eins og flóðhesturVonarstjarna Breta Rebecca Adlington, tvöfaldur Ólympíumeistari í Peking árið 2008 sem vann til tveggja bronsverðlauna í London, sagðist í aðdraganda leikanna ekki ætla að skoða Twitter-ummæli á meðan á leikunum stæði. Ástæðan var sú að svo mörg ummælanna væru særandi athugasemdir um útlit hennar. Á augabragði fann undirritaður eftirfarandi ummæli frá ýmsum Twitter-notendum sem var snarað yfir á íslensku. „Feita Adlington, flýtur um í lauginni eins og flóðhestur" „Hefðir þú ekki verið svona feit hefðir þú unnið." „Í viðtölum minnir Rebecca Adlington mig á feitu ljóshærðu stelpuna sem varð í síðasta sæti í sjónvarpsþættinum Take Me Out" Ummæli sem þessi eru að sjálfsögðu og sem betur fer ekki algeng en gefa mögulega hugmynd um hvers konar gagnrýni og leiðindi Adlington vissi að biðu hennar fylgdist hún með Twitter á meðan á leikunum stæði. "Á að heita að þetta fólk sé að styðja okkur“Meira að segja breska fjölþrautarkonan, Jessica Ennis, fékk sinn skerf af gagnrýni ef marka má orð þjálfara hennar í aðdraganda leikanna. Að sögn Toni Minichiello, þjálfara Ennis, hélt ónafngreindur háttsettur embættismaður innan breska frjálsíþróttasambandsins því fram að Ennis væri feit og hefði „of mikla þyngd að bera" til að ná árangri á leikunum. Ennis átti ekki í vandræðum með að hrista þá gagnrýni af sér. „Það er fyndið að heyra þetta en það skiptir mig engu máli," var haft eftir Ennis í Daily Mail. Ennis gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í sjöþraut á Ólympíuleikunum á laugardag. Liðsfélagi hennar í frjálsíþróttaliði Breta, Louise Hazel, segist einnig hafa fengið sinn skerf af gagnrýni frá aðilum innan frjálsíþróttasambandsins. „Ég hef fengið gagnrýnina frá fyrstu hendi, einnig frá fólki innan frjálsíþróttasambandsins sem á að heita að sé að styðja okkur. Að mínu mati er sum gagnrýnin til háborinnar skammar," sagði Hazel við Guardian. Brasilísku stelpurnar í þyngri kantinumMeira að segja margverðlaunað knattspyrnulið Brasilíu í kvennaflokki fékk að heyra það frá landsliðsþjálfara Kamerún eftir 5-0 sigur þeirra brasilísku í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna. „Brasilía þarf að bæta varnarleik sinn auk þess sem leikmenn liðsins virka í þyngri kantinum í mínum augum. Það gæti reynst þeim vandamál," voru orðin sem hann notaði til að lýsa hinu sigursæla liði Brasilíu í kvennaknattspyrnu. Fjölmargir pistlahöfundar, fréttamenn og íþróttaáhugafólk hafa svarað gagnrýni á borð við þá sem fjallað hefur verið um hér að ofan fullum hálsi. Zoe Smith, sem keppir fyrir hönd Breta í ólympískum lyftingum, hlaut mikið lof fyrir svör sín við sleggjudóma á samskiptasíðum þess efnis að hún liti ýmist út fyrir að vera samkynhneigð eða karlkyns. „Við lyftum ekki í þeim tilgangi að vera kynþokkafullar," sagði hin 18 ára Smith sem setti nýtt breskt met á leikunum í 58 kg flokki í ólympískum lyftingum. „Við, eins og allar konur með snefil af sjálfsvirðingu, viljum að mennirnir okkar hafi nógu mikið sjálfstraust til að finna ekki til minnimáttarkenndar vegna þess að við erum ekki aumar eða veiklulegar," sagði Smith og hefur verið hrósað í breskum fjölmiðlum. Áherslan á að vera mjó frekar en að vera í góðu formiThe Women's Sport and Fitness Foundation, Íþróttasamtök í Bretlandi sem miða að því að fjölga breskum kveníþróttaiðkendum, segja aðeins tólf prósent 14 ára breskra stelpna stunda nægilega mikla líkamsrækt. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sue Tibballs, segir að rannsóknir bendi til að neikvæð ímynd kvenna um líkama sinn séu stöðug hindrun þess að stelpur stundi ekki líkamsrækt. Áherslan er umfram allt á að vera mjó en ekki í formi. „Kveníþróttafólk fær reglulega athugasemdir um útlit sitt sem karlpeningurinn er laus við," er haft eftir Tibballs. Hún telur pressuna á íþróttakonurnar aukast verulega af þessum sökum en þær eigi margar hverjar þegar við vandamál að stríða vegna áherslu á mataræði í leið þeirra á toppinn. Breska fjölþrautarkonan Hollie Avil, sem keppti á leikunum í Peking árið 2008, hætti keppni í afreksíþróttum í maí síðastliðnum heilsu sinnar vegna. Hún hafði þá glímt við ítrekuð átröskunarvandamál sem mátti, að minnsta kosti að hluta, rekja til reglulegra skilaboða frá þjálfara hennar að hún væri of feit. Myndir af íþróttakonunum sem minnst er á í umfjölluninni má sjá fyrir neðan myndina af Söru Robles.
Fótbolti Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira