Ernie Els sigraði á Opna breska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 17:34 Ernie Els fagnar fuglinum á átjándu holunni. Nordicphotos/Getty Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira