Ernie Els sigraði á Opna breska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 17:34 Ernie Els fagnar fuglinum á átjándu holunni. Nordicphotos/Getty Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira