Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld.
Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik.
Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH.
FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú.
Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða.
Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig.
FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig.
Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk.
Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar.
Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark.
Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti.
Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti