Einn handtekinn á mótmælunum - segir lögregluna hafa farið offari 11. júlí 2012 18:23 „Það var sérkennilegt að sjá hversu mikill viðbúnaður var þarna," segir María Lilja Þrastardóttir, sem ásamt hópi mótmælenda tóku sér stöðu fyrir framan rússneska sendiráðið í dag til þess að sýna hljómsveitinni Pussy Riot samhug. Konurnar í hljómsveitinni voru handteknar í Rússlandi í mars síðastliðnum fyrir að halda pönktónleikar í kirkju þar sem þær kröfðust þess að Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, yrði settur af. Konurnar hafa verið í gæsluvarðhaldi í um fimm mánuði en málið hefur vakið heimsathygli og þótt varpa ljósi á skoðanakúgun í landinu. En mótmælin hér á landi gengu ekki áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að þau voru friðsöm að mestu leyti. Þannig var ungur maður handtekinn en í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi veist að lögreglumönnum sem ætluðu að hafa afskipti af öðrum mótmælanda. Sá hafði flaggað fána í flaggstöng sendiráðsins. Starfsmaður sendiráðsins kom því næst út en maðurinn sem síðar átti eftir að verða handtekinn gekk á milli mótmælandans og starfsmannsins að sögn Maríu Lilju. „Svo komu skyndilega einhverjir sérsveitarlögreglumenn og handtóku hann," lýsir María Lilja og segir að það hafi hleypt nokkuð illu blóði í mótmælin þó svo að engin frekari átök hafi átt sér stað á milli fylkinga. María Lilja segist ánægð með mótmælin, fyrir utan handtökuna, skilaboðunum hafi verið komið áleiðis. María Lilja furða sig samt á viðbúnaði lögreglunnar, „Lögreglan var eiginlega eini aðilinn sem var með vesen á mótmælunum," bætir hún við. Andóf Pussy Riot Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það var sérkennilegt að sjá hversu mikill viðbúnaður var þarna," segir María Lilja Þrastardóttir, sem ásamt hópi mótmælenda tóku sér stöðu fyrir framan rússneska sendiráðið í dag til þess að sýna hljómsveitinni Pussy Riot samhug. Konurnar í hljómsveitinni voru handteknar í Rússlandi í mars síðastliðnum fyrir að halda pönktónleikar í kirkju þar sem þær kröfðust þess að Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, yrði settur af. Konurnar hafa verið í gæsluvarðhaldi í um fimm mánuði en málið hefur vakið heimsathygli og þótt varpa ljósi á skoðanakúgun í landinu. En mótmælin hér á landi gengu ekki áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að þau voru friðsöm að mestu leyti. Þannig var ungur maður handtekinn en í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi veist að lögreglumönnum sem ætluðu að hafa afskipti af öðrum mótmælanda. Sá hafði flaggað fána í flaggstöng sendiráðsins. Starfsmaður sendiráðsins kom því næst út en maðurinn sem síðar átti eftir að verða handtekinn gekk á milli mótmælandans og starfsmannsins að sögn Maríu Lilju. „Svo komu skyndilega einhverjir sérsveitarlögreglumenn og handtóku hann," lýsir María Lilja og segir að það hafi hleypt nokkuð illu blóði í mótmælin þó svo að engin frekari átök hafi átt sér stað á milli fylkinga. María Lilja segist ánægð með mótmælin, fyrir utan handtökuna, skilaboðunum hafi verið komið áleiðis. María Lilja furða sig samt á viðbúnaði lögreglunnar, „Lögreglan var eiginlega eini aðilinn sem var með vesen á mótmælunum," bætir hún við.
Andóf Pussy Riot Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira