Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-2 | Myndir úr Garðabænum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 18. júlí 2012 15:31 Mynd/Valli Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. Þór/KA byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á fimmtu mínútu þegar Sandra María Jessen sendi á Tahnai Annis sem skallaði boltann í netið framhjá Söndru Sigurðardóttur. Norðankonur fengu fínt færi strax í næstu sókn en svo ekki söguna meir fyrr en á 73. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í leiknum. Í milli tíðinni var Stjarnan með boltann og fékk fjölda færa auk skota utan teigs. Yfirburðirnir voru miklir en aðeins Harpa Þorsteinsdóttir kom boltanum í netið, á 40. mínútu. Þó sigurinn hafi ekki verið verðskuldaður var hann sætur fyrir gestina frá Akureyri en liðið nú fimm stigum á undan Breiðabliki og Stjörnunni þegar átta umferðir eru eftir af mótinu. Þorlákur: Vorum með mikla yfirburði á vellinum„Við klúðruðum alveg svakalega mörgum færum í þessum leik. Það er ekki nóg að vera betri, þær refsuðu okkur grimmilega með tveimur skyndisóknum. Ég held þær hafi átt þrjár góðar sóknir í leiknum og skorað tvö mörk," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta hefur loðað við okkur í sumar, því miður. Við fáum einhver 15 til 20 góð færi í þessum leik. „Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu leikjum en seinna markið sló okkur útaf laginu og við vorum ekki mjög beinskeyttar eftir það. Fram að því vorum við með miklar yfirburði á vellinum, gríðarlega yfirburði. „Þær gera þetta mjög vel. Þær æfa það sem þær eru góðar í og það er að skila þeim. Þetta er besta liðið á Íslandi í dag og það er endalaust hægt að tala um að þú sért betri úti á vellinum en við klúðruðum þessu sjálfar með að nýta ekki færin," sagði Þorlákur em gefur meistaravonina þó ekki upp á bátinn þó staðan sé erfið. „Við hættum ekkert. Við byrjum upp á nýtt og skipuleggjum okkur. Við erum með marga leikmenn í meiðslum og höfum verið að spila á tæpum hóp síðustu vikur en erum vonandi að fá einn til tvo leikmenn inn í þetta aftur sem hjálpar okkur. Spilamennskan var nægjanlega góð til að vinna þennan leik en það er erfitt að sakast við leikmennina. „Við vorum búnar að vinna 14 leiki í röð á heimavelli. Það tapa öll lið," sagði Þorlákur að lokum. Jóhann: Það frábærasta sem ég hef gert í dag„Þetta var frábært, ég held að þetta sé það frábærasta sem ég hef gert í dag," sagði glettinn Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir sigurinn í kvöld. „Fótbolti er ekki sanngjarn og þetta var ekki sanngjarnt en það er mikilvægt að koma því að stelpurnar mínar áttu skilið að fá eitthvað út úr þessu miðað við baráttuna sem þær lögðu í þetta. Að því leiti er þetta í báðar áttir en Stjarnan var með yfirburði á vellinum, það sjá allir. „Við erum með mjög beitta brodda upp á við og þegar liðið berst svona þá gerir það þeim kleift að stinga eins og þær gerðu. „Við vissum að við myndum ekki koma hingað og stjórna leiknum. Við vildum halda boltanum betur en við gerðum en við vorum að mæta hér einu albesta liðinu á landinu og mér finnst að þær eigi að stjórna leikjum, þær eru það góðar. Við vorum meðvitaðar um að við þyrftum að hafa mjög mikið fyrir þessu og værum að elta. „Á tímabili var ég farinn að sætta mig við stigið með mikilli baráttu. Það virðist koma mörgum á óvart í hvert einasta skipti sem við vinnum en mér finnst það mjög gaman. Það er gaman að vera liðið sem þarf að koma á óvart," sagði Jóhann en árangur kemur honum og leikmönnum liðsins ekki á óvart. „Við ætlum að vera í toppbaráttu. Mér finnst þessi sigur hér vera góð vísbending um að það sé mikill karakter í hópnum mínum þó hann sé með ofboðslega ungan meðalaldur," sagði Jóhann sem er ekki farinn að gæla við Íslandsmeistaratitilinn þó staða liðsins í deildinni sé góð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. Þór/KA byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á fimmtu mínútu þegar Sandra María Jessen sendi á Tahnai Annis sem skallaði boltann í netið framhjá Söndru Sigurðardóttur. Norðankonur fengu fínt færi strax í næstu sókn en svo ekki söguna meir fyrr en á 73. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í leiknum. Í milli tíðinni var Stjarnan með boltann og fékk fjölda færa auk skota utan teigs. Yfirburðirnir voru miklir en aðeins Harpa Þorsteinsdóttir kom boltanum í netið, á 40. mínútu. Þó sigurinn hafi ekki verið verðskuldaður var hann sætur fyrir gestina frá Akureyri en liðið nú fimm stigum á undan Breiðabliki og Stjörnunni þegar átta umferðir eru eftir af mótinu. Þorlákur: Vorum með mikla yfirburði á vellinum„Við klúðruðum alveg svakalega mörgum færum í þessum leik. Það er ekki nóg að vera betri, þær refsuðu okkur grimmilega með tveimur skyndisóknum. Ég held þær hafi átt þrjár góðar sóknir í leiknum og skorað tvö mörk," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta hefur loðað við okkur í sumar, því miður. Við fáum einhver 15 til 20 góð færi í þessum leik. „Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu leikjum en seinna markið sló okkur útaf laginu og við vorum ekki mjög beinskeyttar eftir það. Fram að því vorum við með miklar yfirburði á vellinum, gríðarlega yfirburði. „Þær gera þetta mjög vel. Þær æfa það sem þær eru góðar í og það er að skila þeim. Þetta er besta liðið á Íslandi í dag og það er endalaust hægt að tala um að þú sért betri úti á vellinum en við klúðruðum þessu sjálfar með að nýta ekki færin," sagði Þorlákur em gefur meistaravonina þó ekki upp á bátinn þó staðan sé erfið. „Við hættum ekkert. Við byrjum upp á nýtt og skipuleggjum okkur. Við erum með marga leikmenn í meiðslum og höfum verið að spila á tæpum hóp síðustu vikur en erum vonandi að fá einn til tvo leikmenn inn í þetta aftur sem hjálpar okkur. Spilamennskan var nægjanlega góð til að vinna þennan leik en það er erfitt að sakast við leikmennina. „Við vorum búnar að vinna 14 leiki í röð á heimavelli. Það tapa öll lið," sagði Þorlákur að lokum. Jóhann: Það frábærasta sem ég hef gert í dag„Þetta var frábært, ég held að þetta sé það frábærasta sem ég hef gert í dag," sagði glettinn Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir sigurinn í kvöld. „Fótbolti er ekki sanngjarn og þetta var ekki sanngjarnt en það er mikilvægt að koma því að stelpurnar mínar áttu skilið að fá eitthvað út úr þessu miðað við baráttuna sem þær lögðu í þetta. Að því leiti er þetta í báðar áttir en Stjarnan var með yfirburði á vellinum, það sjá allir. „Við erum með mjög beitta brodda upp á við og þegar liðið berst svona þá gerir það þeim kleift að stinga eins og þær gerðu. „Við vissum að við myndum ekki koma hingað og stjórna leiknum. Við vildum halda boltanum betur en við gerðum en við vorum að mæta hér einu albesta liðinu á landinu og mér finnst að þær eigi að stjórna leikjum, þær eru það góðar. Við vorum meðvitaðar um að við þyrftum að hafa mjög mikið fyrir þessu og værum að elta. „Á tímabili var ég farinn að sætta mig við stigið með mikilli baráttu. Það virðist koma mörgum á óvart í hvert einasta skipti sem við vinnum en mér finnst það mjög gaman. Það er gaman að vera liðið sem þarf að koma á óvart," sagði Jóhann en árangur kemur honum og leikmönnum liðsins ekki á óvart. „Við ætlum að vera í toppbaráttu. Mér finnst þessi sigur hér vera góð vísbending um að það sé mikill karakter í hópnum mínum þó hann sé með ofboðslega ungan meðalaldur," sagði Jóhann sem er ekki farinn að gæla við Íslandsmeistaratitilinn þó staða liðsins í deildinni sé góð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn