Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2012 16:37 Mynd/Ernir Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við," Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við,"
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira