Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2012 16:37 Mynd/Ernir Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við," Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við,"
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira