Ófáir Íslendingar halda nú til heitari landa þar sem þeir njóta þess að baða tærnar upp úr heitum sjó og sóla kroppinn.
Í hitanum er um að gera að njóta þess að vera létt klæddur þar sem tækifærin til þess gefast ekki oft hér á landi.
Hlýrakjóll, sandalar, stuttermajakki, strandtaska, litrík bikiní og kannski sólhattur er því eitthvað sem ætti að fara ofan í ferðatöskuna og síðast en ekki síst góðar sólarvarnir fyrir húðina.
