Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.
Williams byrjaði leikinnn illa og leikurinn stóð aðeins yfir í 75 mínútur. Aftur og aftur gerði Williams mistök undir lítilli pressu og þrátt fyrir dyggan stuðning áhorfenda var hún aldrei inni í leiknum. Williams er í uppáhaldi áhorfenda á Wimbledon en bandaríska konan hefur fimm sinnum unnið sigur á mótinu.
„Það er ekki möguleiki að ég leggi spaðann á hilluna vegna þess að illa hefur gengið á fyrstu fimm til sex mótunum síðan ég sneri aftur. Svoleiðis geri ég ekki," sagði Williams sem hefur glímt við Sjöbergs-heilkenni en lagt hart að sér að komast á völlinn á nýjan leik.
„Ég er hörð af mér, ég skal segja ykkur það, algjör nagli," sagði Williams sem féll úr umferð í annarri umerð á Opna franska mótinu á dögunum.
„Því miður hef ég þurft að kljást við óvenjulegar aðstæður í íþróttinni en ég læt það ekki draga mig niður, ég er klár í áskorunina," sagði Williams sem gerir ráð fyrir að mæta á Wimbledon að ári.
Venus úr leik við fyrstu hindrun
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn