Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2012 17:30 Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun