Skoðun

Stuðningsgrein: Kjósandi góður

Pétur Pétursson skrifar
Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar?

Ef svo er kjóstu Þóru.

Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum?

Ef svo er sittu þá heima á kjördag.

Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt?

Ef svo er sittu þá heima á kjördag.

Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra?

Ef svo er sittu þá heima á kjördag.

Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna?

Ef svo er sittu þá heima á kjördag.

Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara?

Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín.

Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við?

Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×