Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 17:46 Blikastúlkur höfðu ástæðu til þess að fagna í Eyjum. Mynd / Ernir Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45