Þór/KA er komið með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellingum í kvöld. Norðanstúlkur hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar og eru númar ná í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum.
Það var bandaríska stelpan Tahnai Annis sem skoraði tvö fyrstu mörk Þór/KA-liðsins á 42. og 77. mínútu leiksins en hún var þarna að opna markareikning sinn í Pepsi-deildinni í sumar. Sandra María Jessen og Hafrún Olgeirsdóttir innsigluðu síðan sigurinn undir lokin.
Þetta var fyrsti leikurinn í 6. umferðinni sem klárast á morgun.
Stjarnan getur þá minnkað forskot Þór/KA aftur í eitt stig þegar Stjörnukonur heimsækja Breiðablik í toppslag í Kópavoginum.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.
Þór/KA með fjögurra stiga forskot á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
