Tími poxins er liðinn
Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma.
Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér.
Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð.
Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka).
Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.
Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir
Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri
Arna Harðardóttir skrifar
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum
Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Kóngar vímuefnaheimsins
Lára G. Sigurðardóttir skrifar