Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2012 16:19 Mynd / Vilhelm Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti