Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA vann uppgjör toppliðanna Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 4. júní 2012 20:12 Rakel mátti sín lítils gegn sínum gömlu félögum í dag. Fréttablaðið/Daníel Þór/KA fór með sigur af hólmi í uppgjöri toppliðanna í Pepsi deild kvenna á Akureyri í kvöld. Akureyringarnir unnu 2-0 gegn þróttlausum Blikastúlkum. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Bæði lið fengu fín færi og á meðan Chantel Nicole Jones var með allt á hreinu í marki Þórs/KA, skoruðu Norðanstúlkur tvö góð mörk. Jones er gríðarlega öflug en vörn Þórs/KA, með Gígju Harðardóttur fremsta í flokki , hélt vel aftur af Rakel Hönnudóttur, fyrrum fyrirliða Þórs/KA, og félögum hennar. Fanndís Friðriksdóttir var á bekknum allan tímann, lítillega meidd. Fyrra markið kom eftir vandræða Blika með stífa norðanáttina. Þór/KA vann boltann eftir útspark og Katrín Ásbjörnsdóttir komst ein í gegn og kláraði færið einkar vel. Heimamenn tvöfölduðu svo forystuna þegar Katrín átti stungusendingu á Söndru Maríu Jessen sem fór framhjá Birnu Kristjánsdóttur í markinu og setti boltann í netið. Þórsarar pressuðu Blika vel og gestirnir misstu boltann nokkrum sinnum, meðal annars í fyrra markinu. Blikastúlkur komu boltanum reyndar einu sinni í markið, en þá var dæmd rangstaða, réttilega. Blikar tóku sig á í seinni hálfleik og Rakel Hönnudóttir átti tvö góð skot rétt framjá á fyrstu mínútunum. Þórhildur Ólafsdóttir fékk gott færi fyrir Þór/KA en Sandra María fékk svo algjört dauðafæri til að klára leikinn en hún fór illa að ráði sínu og lét Birnu verja frá sér. Þórdís Hrönn rétt missti af boltanum úr dauðafæri fyrir Blika og á lokasekúndunum lét Sandra stöllu sína í Blikamarkinu verja aftur frá sér úr dauðafæri. Fjörugum leik lauk með 2-0 sigri Þórs/KA, sanngjarn sigur. Akureyringarnir pressuðu vel í fyrri hálfleik og uppskáru sigurmörkin þá. Þær voru yfirvegaðar í sínum aðgerðum, spiluðu fína vörn og Chantel örugg í markinu. Þá hefðu þær átt að bæta við eftir að hafa skapað sér dauðafæri í seinni hálfleik líka. Blikar voru ekki sannfærandi og í raun reyndu þær ekki nóg á Akureyringana. Þær voru einfaldlega lakari aðilinn í dag. Þór/KA er efst í deildinni með 13 stig eftir sigurinn en Blikar áfram með 10. Rakel Hönnudóttir: Með hnút í maganum í dag "Þetta var alls ekki nógu gott og þetta er líklega einn lélegasti leikur sem ég hef séð liðið spila," sagði Rakel Hönnudóttir, Bliki. "Við lögðum upp með það sama og alltaf, að spila hratt milli manna en það gekk alls ekki upp. Það voru alltof margar feilsendingar og það var eins og við værum hræddar við boltann. Þetta flæktist voðalega mikið fyrir okkur í dag. En þetta er bara einn leikur og við lætum af þessu." Rakel er fyrrum fyrirliði Þórs/KA en hún fór frá Akureyri til Blika eftir síðasta sumar. "Það var pínu stressandi fyrir mig að spila í dag og ég var með hnút í maganum áður en ég kom. En það fylgir þessu. Það er samt alltaf gaman að koma norður," sagði Rakel. Jóhann Kristinn Gunnarsson: Maður má ekki vera frekur "Ég er auðvitað himinlifandi að við fenugm ekki á okkur mark og skorum tvö gegn þessu sterka liði Blika. Ég tel líka að við eigum sitthvað inni varðandi bæði form og spilamennsku og ég er því mjög ánægður," sagði þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. "Við erum að spila gegn hörku liði og þegar maður gerir það skiptir ekki alltaf máli hvað maður setur á töfluna. Það er hugarfarið sem skiptir máli og liðið sem vill vinna meira það gerir það. Þannig verður þetta í allt sumar." Þórsarar nýttu sér vindinn mun betur en Blikar, kunna líklega betur á norðanáttina. Til dæmis sendu þær hættulegar sendingar innfyrir Blikavörnina og pressuðu miklu betur þegar Blikar sóttu gegn vindi í fyrri hálfleik, sem virkaði vel. "Maður er alltaf hræddur við að hafa vindinn í fangið í seinni hálfleik en við tækluðum þetta mjög vel. Maður má ekki vera of frekur en við sköpuðum okkur líka dauðafæri til að skora fleiri mörk," sagði þjálfarinn. Þór/KA er eitt á toppnum eftir leiki kvöldsins, en það kemur Jóhanni ekki mikið á óvart. "Við ákváðum það fyrir löngu þegar það var allt í gangi hérna að við ætluðum ekki að vera í neinu miðjumoði. Þessvegna segjum við hérna að árangurinn sé ekkert að koma á óvart." "Það hafa allir hérna lent í þessu áður, að vera í miklum breytingum milli tímabila og missa sterka leikmenn, en kjarninn er sterkur og hann er sjóaður í að halda haus. Kjarninn er ekkert í neinu rugli og þegar grunnurinn er góður þá gengur þetta," sagði Jóhann. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Þór/KA fór með sigur af hólmi í uppgjöri toppliðanna í Pepsi deild kvenna á Akureyri í kvöld. Akureyringarnir unnu 2-0 gegn þróttlausum Blikastúlkum. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Bæði lið fengu fín færi og á meðan Chantel Nicole Jones var með allt á hreinu í marki Þórs/KA, skoruðu Norðanstúlkur tvö góð mörk. Jones er gríðarlega öflug en vörn Þórs/KA, með Gígju Harðardóttur fremsta í flokki , hélt vel aftur af Rakel Hönnudóttur, fyrrum fyrirliða Þórs/KA, og félögum hennar. Fanndís Friðriksdóttir var á bekknum allan tímann, lítillega meidd. Fyrra markið kom eftir vandræða Blika með stífa norðanáttina. Þór/KA vann boltann eftir útspark og Katrín Ásbjörnsdóttir komst ein í gegn og kláraði færið einkar vel. Heimamenn tvöfölduðu svo forystuna þegar Katrín átti stungusendingu á Söndru Maríu Jessen sem fór framhjá Birnu Kristjánsdóttur í markinu og setti boltann í netið. Þórsarar pressuðu Blika vel og gestirnir misstu boltann nokkrum sinnum, meðal annars í fyrra markinu. Blikastúlkur komu boltanum reyndar einu sinni í markið, en þá var dæmd rangstaða, réttilega. Blikar tóku sig á í seinni hálfleik og Rakel Hönnudóttir átti tvö góð skot rétt framjá á fyrstu mínútunum. Þórhildur Ólafsdóttir fékk gott færi fyrir Þór/KA en Sandra María fékk svo algjört dauðafæri til að klára leikinn en hún fór illa að ráði sínu og lét Birnu verja frá sér. Þórdís Hrönn rétt missti af boltanum úr dauðafæri fyrir Blika og á lokasekúndunum lét Sandra stöllu sína í Blikamarkinu verja aftur frá sér úr dauðafæri. Fjörugum leik lauk með 2-0 sigri Þórs/KA, sanngjarn sigur. Akureyringarnir pressuðu vel í fyrri hálfleik og uppskáru sigurmörkin þá. Þær voru yfirvegaðar í sínum aðgerðum, spiluðu fína vörn og Chantel örugg í markinu. Þá hefðu þær átt að bæta við eftir að hafa skapað sér dauðafæri í seinni hálfleik líka. Blikar voru ekki sannfærandi og í raun reyndu þær ekki nóg á Akureyringana. Þær voru einfaldlega lakari aðilinn í dag. Þór/KA er efst í deildinni með 13 stig eftir sigurinn en Blikar áfram með 10. Rakel Hönnudóttir: Með hnút í maganum í dag "Þetta var alls ekki nógu gott og þetta er líklega einn lélegasti leikur sem ég hef séð liðið spila," sagði Rakel Hönnudóttir, Bliki. "Við lögðum upp með það sama og alltaf, að spila hratt milli manna en það gekk alls ekki upp. Það voru alltof margar feilsendingar og það var eins og við værum hræddar við boltann. Þetta flæktist voðalega mikið fyrir okkur í dag. En þetta er bara einn leikur og við lætum af þessu." Rakel er fyrrum fyrirliði Þórs/KA en hún fór frá Akureyri til Blika eftir síðasta sumar. "Það var pínu stressandi fyrir mig að spila í dag og ég var með hnút í maganum áður en ég kom. En það fylgir þessu. Það er samt alltaf gaman að koma norður," sagði Rakel. Jóhann Kristinn Gunnarsson: Maður má ekki vera frekur "Ég er auðvitað himinlifandi að við fenugm ekki á okkur mark og skorum tvö gegn þessu sterka liði Blika. Ég tel líka að við eigum sitthvað inni varðandi bæði form og spilamennsku og ég er því mjög ánægður," sagði þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. "Við erum að spila gegn hörku liði og þegar maður gerir það skiptir ekki alltaf máli hvað maður setur á töfluna. Það er hugarfarið sem skiptir máli og liðið sem vill vinna meira það gerir það. Þannig verður þetta í allt sumar." Þórsarar nýttu sér vindinn mun betur en Blikar, kunna líklega betur á norðanáttina. Til dæmis sendu þær hættulegar sendingar innfyrir Blikavörnina og pressuðu miklu betur þegar Blikar sóttu gegn vindi í fyrri hálfleik, sem virkaði vel. "Maður er alltaf hræddur við að hafa vindinn í fangið í seinni hálfleik en við tækluðum þetta mjög vel. Maður má ekki vera of frekur en við sköpuðum okkur líka dauðafæri til að skora fleiri mörk," sagði þjálfarinn. Þór/KA er eitt á toppnum eftir leiki kvöldsins, en það kemur Jóhanni ekki mikið á óvart. "Við ákváðum það fyrir löngu þegar það var allt í gangi hérna að við ætluðum ekki að vera í neinu miðjumoði. Þessvegna segjum við hérna að árangurinn sé ekkert að koma á óvart." "Það hafa allir hérna lent í þessu áður, að vera í miklum breytingum milli tímabila og missa sterka leikmenn, en kjarninn er sterkur og hann er sjóaður í að halda haus. Kjarninn er ekkert í neinu rugli og þegar grunnurinn er góður þá gengur þetta," sagði Jóhann.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn