Með þökk fyrir allt Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. júní 2012 09:45 Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar