Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 8. júní 2012 13:41 Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun