Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 8. júní 2012 13:41 Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun