Við viljum nýjan forseta! Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar 9. júní 2012 18:45 Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi."
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun