Við viljum nýjan forseta! Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar 9. júní 2012 18:45 Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi."
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun