Við viljum nýjan forseta! Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar 9. júní 2012 18:45 Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi."
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun