Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gert samning við markvörðinn Sunnevu Einarsdóttir en hún kemur til félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.
Sunneva er uppalinn Framari en gekk í raðir Vals alls ekki fyrir löngu. Þar fékk hún ekki að spreyta sig mikið og var mestmegnis á bekknum.
Stjarnan hefur skýr markmið fyrir næsta tímabil og ætla sér stóra hluti en félagið samdi til að mynda við Rakel Dögg Bragadóttir í síðasta mánuði.
Sunneva hefur leikið fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands ásamt því að leika með A-landsliðinu, nú síðast á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Sunneva er fædd árið 1990 og á framtíðina fyrir sér.
