Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn Sigrún Eldjárn skrifar 21. maí 2012 16:00 Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun