„Flug Falcons var fullkomið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. maí 2012 23:49 Frá geimskotinu í dag. mynd/AP Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan. SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan.
SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira