Þór/KA tapaði í kvöld sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild kvenna er liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Val.
Dagný Brynjarsdóttir kom Val yfir eftir aðeins níu mínútna leik en Sandra María Jessen jafnaði metin ellefu mínútum fyrir leikslok að því er fram kemur á urslit.net.
Þór/KA jafnt að stigum við Breiðablik en Blikar á toppnum með betri markatölu. Stigið færði Val upp í þriðja sæti en liðið er þrem stigum á eftir Blikum og Norðanstúlkum.
