

Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið!
Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum.
Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum."
Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja.
Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur.
Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur.
Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis.
Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi.
Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar.
Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum.
Skoðun

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar