Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið! Marta B. Helgadóttir skrifar 15. maí 2012 17:30 Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun