Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-17 | Valskonur komnar í 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 7. maí 2012 19:00 Mynd/Stefán Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira