Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 21. apríl 2012 00:01 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins. Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira