Fram er aðeins einum sigurleik frá úrslitarimmunni í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur, 18-22, á ÍBV í öðrum leik liðanna í Eyjum.
Fram leiðir því einvígið 2-0 og getur komist í úrslit með sigri á heimavelli sínum í næsta leik.
Stella Sigurðardóttir átti stórleik fyrir Fram í leiknum en Fram-liðið virðist einfaldlega vera of stór biti fyrir Eyjastúlkur.
ÍBV-Fram 18-22 (8-15)
Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Grigore Ggorgata 4, Mariana Trebojovic 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Ivana Mladenovic 1, Aníta Elíasdóttir 1.
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Anett Köbli 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Stella skaut Eyjastúlkur í kaf

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

