Eins og þekkt er orðið ætla þau Brad Pitt og Angelina Jolie að ganga í það heilaga á næstunni.
Pressan vestan hafs veltir sér nú upp úr öllu sem við kemur brúðkaupinu eins og til að mynda kjólavali Jolie.
Leikkonan hefur oftar en ekki farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og verður því fróðlegt að sjá hvaða leið hún fer í kjólavali fyrir stóra daginn.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brúðarkjóla eftir þekktustu hönnuði heims á borð við Alexander Mcqueen og Oscar Dela Renta.
Hver mun hanna brúðarkjól Angelinu Jolie?
