Siggi Eggertsson hannar veggspjald Listahátíðar 21. mars 2012 14:00 Verðlaunaveggspjald Sigga Eggertssonar. Úrslit hönnunarsamkeppni Listahátíðar og Hönnunarmiðstöðvar voru tilkynnt á Kexi rétt í þessu og sigraði tillaga grafíska hönnuðarins Sigga Eggertssonar keppnina. Fékk hann 500 þúsund krónur í verðlaun. Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar afhjúpaði veggspjaldið og tilkynnti úrslitin á Kex við Skúlagötu í gær. „Þetta er í fyrsta sinn sem Listahátíð stendur fyrir opinni veggspjaldasamkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna og við erum mjög ánægð með þessi góðu viðbrögð og hversu margar fínar tillögur bárust. Það sýnir okkur að Listahátíð skiptir fólk máli og á sinn sess í hugum fólks á öllum aldri." Tillögum í keppnina var skilað undir dulnefni og valdi dómnefndin vinningstillöguna án þess að vita hver höfundur hennar var. Alls voru sendar inn 120 tillögur í keppnina og eru þær allar til sýnis á Kex. Í tilkynningu kemur fram að kjarninn í veggspjaldi Sigga Eggertssonar er hið þekkta merki Listahátíðar eftir Ágústu Pétursdóttur Snæland. Verk Sigga Eggertssonar er litrík hringiða umhverfis merkið, eins konar auga stormsins. Veggspjaldið dregur að augað og gefur til kynna þann fjölbreytileika og líf sem Listahátíð stendur fyrir. Nánari upplýsingar um Sigga Eggertsson og verk hans er að finna hér á vefnum siggieggertsson.com.Siggi Eggertsson.Mynd/ValliÍ dómnefnd samkeppninnar sátu Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Halldóra Ísleifsdóttir, lektor og fagstjóri grafískrar hönnunar við Listaháskóla Íslands, Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður og teiknistofustjóri auglýsingastofunnar Fíton. Ritari samkeppninnar var Haukur Már Hauksson, grafískur hönnuður. Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 18. maí til 3. júní 2012. Heildardagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun apríl, en forsala er hafin á nokkra viðburði. Allar nánari upplýsingar og miðasala eru á listahatid.is. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Úrslit hönnunarsamkeppni Listahátíðar og Hönnunarmiðstöðvar voru tilkynnt á Kexi rétt í þessu og sigraði tillaga grafíska hönnuðarins Sigga Eggertssonar keppnina. Fékk hann 500 þúsund krónur í verðlaun. Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar afhjúpaði veggspjaldið og tilkynnti úrslitin á Kex við Skúlagötu í gær. „Þetta er í fyrsta sinn sem Listahátíð stendur fyrir opinni veggspjaldasamkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna og við erum mjög ánægð með þessi góðu viðbrögð og hversu margar fínar tillögur bárust. Það sýnir okkur að Listahátíð skiptir fólk máli og á sinn sess í hugum fólks á öllum aldri." Tillögum í keppnina var skilað undir dulnefni og valdi dómnefndin vinningstillöguna án þess að vita hver höfundur hennar var. Alls voru sendar inn 120 tillögur í keppnina og eru þær allar til sýnis á Kex. Í tilkynningu kemur fram að kjarninn í veggspjaldi Sigga Eggertssonar er hið þekkta merki Listahátíðar eftir Ágústu Pétursdóttur Snæland. Verk Sigga Eggertssonar er litrík hringiða umhverfis merkið, eins konar auga stormsins. Veggspjaldið dregur að augað og gefur til kynna þann fjölbreytileika og líf sem Listahátíð stendur fyrir. Nánari upplýsingar um Sigga Eggertsson og verk hans er að finna hér á vefnum siggieggertsson.com.Siggi Eggertsson.Mynd/ValliÍ dómnefnd samkeppninnar sátu Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Halldóra Ísleifsdóttir, lektor og fagstjóri grafískrar hönnunar við Listaháskóla Íslands, Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður og teiknistofustjóri auglýsingastofunnar Fíton. Ritari samkeppninnar var Haukur Már Hauksson, grafískur hönnuður. Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 18. maí til 3. júní 2012. Heildardagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun apríl, en forsala er hafin á nokkra viðburði. Allar nánari upplýsingar og miðasala eru á listahatid.is.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira