Allt um HönnunarMars á einum stað 23. mars 2012 13:15 HönnunarMars er farinn af stað með miklum látum fjórða árið í röð. Hátíðin stendur fram á sunnudag og er dagskráin barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vísir, Fréttablaðið og Stöð 2 hafa flutt fjöldan allan af fréttum um hátíðina á síðustu dögum, enda er af nægu að taka. Hér er umfjöllunin tekin saman á einn stað lesendum til hægðarauka. Hægt er að smella á fyrirsagnirnar til að sjá hverja frétt fyrir sig.Hátíð sem eflir íslenska hönnun „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri."HönnunarMars í símann - app með öllum upplýsingum Síminn hefur í samstarfi við HönnunarMars hannað app fyrir hönnunarðhátíðina sem fram fer í Reykjavík dagana 22. - 25. mars. Appið sem er á íslensku og ensku býður fólki upp á dagskrá hátíðarinnar í gegnum símann. Í tilkynningu frá Símanum segir að raða megi dagskránni eftir atburðum, flokkum, hverfum og áhuga hvers og eins. Í appinu er einnig kort sem sýnir staðina sem hýsa HönnunarMars, viðtöl við hönnuði, tengingar við blogg, twitter og fréttir af hátíðinni. Þá hefur sá sem hleður niður appinu möguleika á að taka myndir og deila með öðrum í gegnum Live Project-hluta appsins.Stefnumót hönnuða og bænda kynnt í heild sinni Verkefnið Stefnumót hönnuða og bænda hefur vakið mikla athygli síðustu ár enda heppnaðist það með eindæmum vel. Það stóð yfir í fjögur ár og er nú í fyrsta sinn kynnt í heild sinni á sýningu í SPARK Design Space við Klapparstíg á HönnunarMars.Stærsta sýningin til þessa HönnunarMars fer af stað af miklum krafti með fjölmörgum sýningum og uppákomum út um allan bæ. Meðal þeirra er Samsuða, glæsileg samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimhúsinu við Hafnarbakkann þar sem þrjátíu og tveir hönnuðir frumsýna verk sín. Er sýningin stærsti og glæsilegasti viðburður félagsins til þessa.Halla og Hafsteinn í viðtali á Bylgjunni Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, og Hafsteinn Júlíusson, hönnuður hjá HAF, mættu í viðtal í þáttinn Í bítið á Bylgjunni.Gamla Sautján á Laugavegi breytist í hönnunarhús Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars.Frumsýna nýja Kronkron-línu Á fimmtudaginn verður slegið til veislu í versluninni Kronkron við Laugaveg þar sem ný vor- og sumarlína merkisins Kron by Kronkron verður til sýnis. Veislan er einnig haldin í tilefni af HönnunarMars sem er að sigla af stað og nær hámarki um helgina. Verslunin mun skarta sínu fegursta og auk nýju línunnar verða sýndar ljósmyndir eftir Sögu Sig sem hún tók fyrir línuna.Hönnun í hávegum höfð hjá Epal EPAL tekur að þessu sinni virkan þátt í HönnunarMars með því að sýna verk hátt í tuttugu hönnuða í versluninni á Skeifunni 6 dagana 22.-25. mars 2012 EPAL hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að styðja við bakið á og kynna íslenska hönnuði og verk þeirra bæði hérlendis sem erlendis. Ein leiðin til þess að það megi takast er að taka þátt í HönnunarMars með sýningu á verkum hönnuðanna.Hönnunarveisla í Bláa lóninu Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta er ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mun mæta og fjalla um viðburðinn. Fyrirtækið 66°NORÐUR stendur fyrir sýningunni í samvinnu við HönnunarMars, Iceland Naturally, Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka.Ittala skoðar íslenska hönnuði DesignMatch er haldin í Norræna húsinu í þriðja sinn þann 23. mars. Sýningin er haldin í tengslum við HönnunarMars og í ár taka nokkur stærstu hönnunarhús Norðurlandanna þátt í henni. Meðal þeirra hönnunarhúsa er taka þátt í DesignMatch eru finnska fyrirtækið Iittala, hið sænska Design House Stockholm, One Collection og DFTS Factory. Íslenskir hönnuðir fá þar með tækifæri til að hitta norræna kaupendur og framleiðendur og kynna fyrir þeim íslenska hönnun.Dúkkulísur í stað fyrirsæta Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum.Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Verðlaunin voru afhend á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars.Arkitektúr, útihúsgögn og erlendir gestir Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Hönnunarveisla í Bláa lóninu Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fór fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta var ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mætti. Í meðfylgjandi frétt er að finna myndasafn frá sýningunni en einnig er hægt að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um viðburðinn á sjónvarpssíðu Vísis. HönnunarMars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
HönnunarMars er farinn af stað með miklum látum fjórða árið í röð. Hátíðin stendur fram á sunnudag og er dagskráin barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vísir, Fréttablaðið og Stöð 2 hafa flutt fjöldan allan af fréttum um hátíðina á síðustu dögum, enda er af nægu að taka. Hér er umfjöllunin tekin saman á einn stað lesendum til hægðarauka. Hægt er að smella á fyrirsagnirnar til að sjá hverja frétt fyrir sig.Hátíð sem eflir íslenska hönnun „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri."HönnunarMars í símann - app með öllum upplýsingum Síminn hefur í samstarfi við HönnunarMars hannað app fyrir hönnunarðhátíðina sem fram fer í Reykjavík dagana 22. - 25. mars. Appið sem er á íslensku og ensku býður fólki upp á dagskrá hátíðarinnar í gegnum símann. Í tilkynningu frá Símanum segir að raða megi dagskránni eftir atburðum, flokkum, hverfum og áhuga hvers og eins. Í appinu er einnig kort sem sýnir staðina sem hýsa HönnunarMars, viðtöl við hönnuði, tengingar við blogg, twitter og fréttir af hátíðinni. Þá hefur sá sem hleður niður appinu möguleika á að taka myndir og deila með öðrum í gegnum Live Project-hluta appsins.Stefnumót hönnuða og bænda kynnt í heild sinni Verkefnið Stefnumót hönnuða og bænda hefur vakið mikla athygli síðustu ár enda heppnaðist það með eindæmum vel. Það stóð yfir í fjögur ár og er nú í fyrsta sinn kynnt í heild sinni á sýningu í SPARK Design Space við Klapparstíg á HönnunarMars.Stærsta sýningin til þessa HönnunarMars fer af stað af miklum krafti með fjölmörgum sýningum og uppákomum út um allan bæ. Meðal þeirra er Samsuða, glæsileg samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimhúsinu við Hafnarbakkann þar sem þrjátíu og tveir hönnuðir frumsýna verk sín. Er sýningin stærsti og glæsilegasti viðburður félagsins til þessa.Halla og Hafsteinn í viðtali á Bylgjunni Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, og Hafsteinn Júlíusson, hönnuður hjá HAF, mættu í viðtal í þáttinn Í bítið á Bylgjunni.Gamla Sautján á Laugavegi breytist í hönnunarhús Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars.Frumsýna nýja Kronkron-línu Á fimmtudaginn verður slegið til veislu í versluninni Kronkron við Laugaveg þar sem ný vor- og sumarlína merkisins Kron by Kronkron verður til sýnis. Veislan er einnig haldin í tilefni af HönnunarMars sem er að sigla af stað og nær hámarki um helgina. Verslunin mun skarta sínu fegursta og auk nýju línunnar verða sýndar ljósmyndir eftir Sögu Sig sem hún tók fyrir línuna.Hönnun í hávegum höfð hjá Epal EPAL tekur að þessu sinni virkan þátt í HönnunarMars með því að sýna verk hátt í tuttugu hönnuða í versluninni á Skeifunni 6 dagana 22.-25. mars 2012 EPAL hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að styðja við bakið á og kynna íslenska hönnuði og verk þeirra bæði hérlendis sem erlendis. Ein leiðin til þess að það megi takast er að taka þátt í HönnunarMars með sýningu á verkum hönnuðanna.Hönnunarveisla í Bláa lóninu Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta er ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mun mæta og fjalla um viðburðinn. Fyrirtækið 66°NORÐUR stendur fyrir sýningunni í samvinnu við HönnunarMars, Iceland Naturally, Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka.Ittala skoðar íslenska hönnuði DesignMatch er haldin í Norræna húsinu í þriðja sinn þann 23. mars. Sýningin er haldin í tengslum við HönnunarMars og í ár taka nokkur stærstu hönnunarhús Norðurlandanna þátt í henni. Meðal þeirra hönnunarhúsa er taka þátt í DesignMatch eru finnska fyrirtækið Iittala, hið sænska Design House Stockholm, One Collection og DFTS Factory. Íslenskir hönnuðir fá þar með tækifæri til að hitta norræna kaupendur og framleiðendur og kynna fyrir þeim íslenska hönnun.Dúkkulísur í stað fyrirsæta Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum.Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Verðlaunin voru afhend á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars.Arkitektúr, útihúsgögn og erlendir gestir Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Hönnunarveisla í Bláa lóninu Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fór fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta var ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mætti. Í meðfylgjandi frétt er að finna myndasafn frá sýningunni en einnig er hægt að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um viðburðinn á sjónvarpssíðu Vísis.
HönnunarMars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira