Hátíð sem eflir íslenska hönnun 23. mars 2012 13:00 Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. sigridur@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. sigridur@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira