Útherjinn magnaði hjá Detroit Lions, Calvin Johnson, er búinn að skrifa undir nýjan sjö ára samning við Lions. Samningurinn er sá stærsti sem útherji í NFL-deildinni hefur gert frá upphafi.
Johnson, sem er oftast kallaður Megatron vegna líkamsburða sinna, fær 132 milljónir dollara á samningstímanum. Þar af eru 60 milljónir tryggðar ef svo færi að eitthvað kæmi upp á.
Þessi samningur toppar samning Larry Fitzgerald sem samdi við Arizona Cardinals í fyrra fyrir 120 milljónir dollara.
Johnson var valinn annar í nýliðavalinu árið 2007 og átti eitt ár eftir af samningnum sem hann gerði þá. Johnson er 26 ára gamall.
Megatron skrifaði undir risasamning við Lions

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


