Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og eru það lokaleikirnir í 20. umferð. Það styttist í úrslitakeppnina en eftir leiki kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir. Leikri kvöldsins eru: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ. og Keflavík – Stjarnan. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.
Baráttan um sæti í úrslitakeppninni er nokkuð hörð. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina þar sem að ÍR, Njarðvík, Tindastóll og Fjölnir eru í baráttunni. Það er einnig hörð keppni um næstu sætin á eftir Grindavík en nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn eru sem stendur í öðru sæti. KR, Stjarnan og Keflavík koma þar á eftir með 24 stig en þessi lið eiga öll að keppa í kvöld.
Staðan í deildinni fyrir leiki kvöldsins er þannig:
1. Grindavík 17 sigrar / 3 töp 34 stig
2. Þór Þorlákshöfn 13 sigrar / 6 stig 26 stig
3. KR 12 sigrar / 7 töp 24 stig
4. Stjarnan 12 sigrar / 7 töp 24 stig
5. Keflavík 12 sigrar / 7 töp 24 stig
6. Snæfell 11 sigrar / 9 töp 22 stig
7. Tindastóll 9 sigar / 10 töp 18 stig
8. Njarðvík 9 sigrar / 11 töp 18 stig
--------------------------------------------
9. ÍR 8 sigrar / 12 töp 16 stig
10. Fjölnir 8 sigrar / 12 töp 16 stig
-------------------------------------------
11. Haukar 6 sigrar / 14 töp 12 stig
12. Valur 0 sigrar / 19 töp 0
Þeir leikir sem eru eftir eru:
20. umferð:
16-03 Valur - KR
16-03 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn
16-03 Keflavík – Stjarnan
21. umferð:
18-03 Stjarnan – Fjölnir
18-03 Snæfell – Tindastóll
18-03 KR – Haukar
19-03 Njarðvík – Grindavík
19-03 Þór Þorlákshöfn – Valur
19-03 Keflavík – ÍR
22. umferð, lokumferð deildarinnar:
22-03 Haukar – Þór Þorlákshöfn
22-03 Valur – Snæfell
22-03 Tindastóll – Njarðvík
22-03 Grindavík – Stjarnan
22-03 Fjölnir – Keflavík
22-03 ÍR - KR
Spennan magnast í IEX-deild karla | 20. umferð lýkur í kvöld

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
