NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 11:00 Paul Millsap og Shane Battier í baráttunni. Mynd/AP Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107 NBA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107
NBA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira