Fram er með tveggja stiga forystu á toppi N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 27-17, í Safamýrinni í dag.
Fram hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu og er með 24 stig á toppnum. Valur kemur næst með 22 stig en á leik til góða.
Stjarnan byrjaði þó betur í dag og var með forystu, 6-5, eftir fyrsta stundarfjórðunginn. En þá skoraði Fram fimm mörk í röð og lét forystuna aldrei af hendi eftir það.
Staðan í hálfleik var 14-8, Fram í vil, og leikurinn varð aldrei spennandi í síðari hálfleik.
Sunna Jónsdóttir skoraði sjö mörk og var markahæst en Stella Sigurðardóttir kom næst með sex mörk. Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna.
Tíu marka sigur Fram á Stjörnunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
