Fjórðungur afla í heiminum veiddur eftir kerfi sem Íslendingar hönnuðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira