Fjórðungur afla í heiminum veiddur eftir kerfi sem Íslendingar hönnuðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira