Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 21:36 Leikmenn Lazio fagna markaskoraranum Miroslav Klose. Nordic Photos / Getty Images Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira
Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira
AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23