Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 21:36 Leikmenn Lazio fagna markaskoraranum Miroslav Klose. Nordic Photos / Getty Images Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Sjá meira
Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Sjá meira
AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23