Lestu þetta ef þú finnur fyrir bakverkjum 15. febrúar 2012 15:30 Pilates æfingar gætu verið svar þitt við verkjalausu lífi að sögn Helgu. „Pilates æfingar eru einstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið. Allar æfingar styrkja kvið- mjóbak og rass og lærvöðva. Æfingakerfið byggist á því að styrkja líkamann innan frá og út. Það má líkja þessu saman við byggingu húss. Það er ekki hægt að byrja á því að smíða þakið. Það verður að byrja á grunninum og það er hugsunin í Pilates æfingunum, grunnurinn verður að vera sterkur," útskýrir Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, en hún segist verða vitni af því á hverju námskeiði að fólk sem hefur átt við langvinn bakvandamál að stríða verður verkjalaust eftir ástundun Pilates æfinga.Áhersla lögð á rétta tækni „Fólk sem stundar Pilates æfingar lærir að beita líkamanum á áhrifaríkan hátt sem nýtist í öllum daglegum hreyfingum og einnig í annarskonar líkamsþjálfun. Djúpvöðvaþjálfunin sem Pilates byggist að miklu leyti á er geysilega áhrifarík þjálfun sem getur gjörbreytt líkamsvitund, líkamsstöðu og líkamsbeitingu fólks. Æfingarnar eru framkvæmdar á rólegan máta og mikil áhersla lögð á rétta tækni. Pilates æfingakerfið er byggt upp á einstakan hátt og myndar fullkomið jafnvægi á milli styrks og liðleika sem hefur þau áhrif að vöðvar lengjast og meiðslahætta minnkar," segir hún og tekur sérstaklega fram að fólk sem hefur þjáðst af liðverkjum hefur talað um að hafa verkirnir minnkuðu til muna eftir að það hóf að stunda þessar æfingar. Öndun er einnig þýðingarmikill þáttur í æfingakerfinu sem eykur súrefnisflæði til vöðvanna og losar um streitu.Milljónir manna stunda Pilates „Pilates æfingarnar hafa verið stundaðar síðan á miðri 20. öldinni. Joseph Pilates, þjóðverji nokkur hannaði æfingakerfið sem þótti mikil bylting á þeim tíma og varð afar vinsælt hjá dönsurum og fimleikafólki. Í dag stunda milljónir manna Pilates um allan heim og ekkert lát á vinsældum þess, enda ekki að undra því þetta æfingakerfi hefur löngu sannað sig sem eitt það vandaðasta og áhrifaríkasta sem fyrir finnst og ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur verið að glíma við þráláta bakverki komi og prófi." Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Pilates æfingar eru einstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið. Allar æfingar styrkja kvið- mjóbak og rass og lærvöðva. Æfingakerfið byggist á því að styrkja líkamann innan frá og út. Það má líkja þessu saman við byggingu húss. Það er ekki hægt að byrja á því að smíða þakið. Það verður að byrja á grunninum og það er hugsunin í Pilates æfingunum, grunnurinn verður að vera sterkur," útskýrir Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, en hún segist verða vitni af því á hverju námskeiði að fólk sem hefur átt við langvinn bakvandamál að stríða verður verkjalaust eftir ástundun Pilates æfinga.Áhersla lögð á rétta tækni „Fólk sem stundar Pilates æfingar lærir að beita líkamanum á áhrifaríkan hátt sem nýtist í öllum daglegum hreyfingum og einnig í annarskonar líkamsþjálfun. Djúpvöðvaþjálfunin sem Pilates byggist að miklu leyti á er geysilega áhrifarík þjálfun sem getur gjörbreytt líkamsvitund, líkamsstöðu og líkamsbeitingu fólks. Æfingarnar eru framkvæmdar á rólegan máta og mikil áhersla lögð á rétta tækni. Pilates æfingakerfið er byggt upp á einstakan hátt og myndar fullkomið jafnvægi á milli styrks og liðleika sem hefur þau áhrif að vöðvar lengjast og meiðslahætta minnkar," segir hún og tekur sérstaklega fram að fólk sem hefur þjáðst af liðverkjum hefur talað um að hafa verkirnir minnkuðu til muna eftir að það hóf að stunda þessar æfingar. Öndun er einnig þýðingarmikill þáttur í æfingakerfinu sem eykur súrefnisflæði til vöðvanna og losar um streitu.Milljónir manna stunda Pilates „Pilates æfingarnar hafa verið stundaðar síðan á miðri 20. öldinni. Joseph Pilates, þjóðverji nokkur hannaði æfingakerfið sem þótti mikil bylting á þeim tíma og varð afar vinsælt hjá dönsurum og fimleikafólki. Í dag stunda milljónir manna Pilates um allan heim og ekkert lát á vinsældum þess, enda ekki að undra því þetta æfingakerfi hefur löngu sannað sig sem eitt það vandaðasta og áhrifaríkasta sem fyrir finnst og ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur verið að glíma við þráláta bakverki komi og prófi."
Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira