Gylfi: Skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 „Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
„Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00