Gylfi: Skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 „Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
„Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00