Það er farið að hitna hraustlega undir Claudio Ranieri, þjálfara Inter, eftir þriðja tap Inter í röð. Þjálfarinn sjálfur hefur ekki í hyggju að segja starfi sínu lausu.
Inter féll niður í sjötta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-0 tapinu gegn Bologna.
"Við erum ekki að leggja okkur alla í verkefnið. Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil," sagði Ranieri.
"Við verðum að axla ábyrgð á okkar leik og biðja stuðningsmenn okkar sem og stjórnina afsökunar. Við áttum vissulega von á erfiðum leik en enginn átti von á þessari útkomu."
Þegar er byrjað að orða hina ýmsu þjálfara við starfið og með sama áframhaldi fær Ranieri örugglega að fjúka.
Ranieri neitar að hætta

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
